Skilmálar

Æfingar

Hver æfing stendur yfir í 45 mínútur og fer fram undir handleiðslu þjálfara BATTA.

Iðkendur eru hvattir til að mæta tímanlega og vera tilbúnir þegar æfing á að hefjast.

Forföll

Komist iðkandi ekki á æfingu skal hann boða forföll með sannanlegum hætti eins fljótt og mögulegt er, a.m.k. 12 klst. fyrir æfingu, þannig að unnt sé að ráðstafa umræddum tíma til annars iðkanda. Forföll skulu tilkynnt í síma 618 3800 (Þór) eða 847 8799 (Jón) eða með tölvupósti á netfangið battar@battar.is

Séu forföll boðuð með styttri fyrirvara skal greiða hálft gjald.

Ef iðkandi mætir ekki á æfingu, án þess að láta vita í samræmi við ofangreint, skal hann greiða fullt gjald.

BATTAR áskilja sér rétt til að breyta æfingatímum eða fella niður æfingar.

Greiðslur

Iðkendur skulu standa skilvíslega skil á greiðslum fyrir æfingar. Sé meira en einn mánuður ógreiddur áskilja BATTAR sér rétt til að stöðva æfingar þangað til greiðsla hefur verið innt af hendi.

Ábyrgð á verðmætum

Ekki er tekin ábyrgð á verðmætum iðkenda fyrir æfingu, á meðan æfingu stendur eða að henni lokinni. Iðkendur geta óskað eftir því að fá að geyma verðmæti, s.s. farsíma, í læstri hirzlu á meðan æfingu stendur.

Efni og upplýsingar á vefsíðu BATTA

Allt efni, t.a.m. vörumerki, tákn, myndir, og allar aðrar upplýsingar sem fram koma á vefsíðu BATTA eru eign Together ehf. Öll notkun á því efni eða upplýsingum án leyfis er með öllu óheimil. Verði slíkrar ólöglegrar notkunar vart áskilur Together ehf. sér allan rétt til að leita réttar síns fyrir dómstólum.

Breytingar

BATTAR áskilja sér rétt til að breyta, með fyrirvara eða fyrirvaralaust, öllu efni og upplýsingum sem fram koma á síðunni.

Einkaþjálfunin fer fram í húsnæði BATTA í Engihjalla 8, Kópavogi.