Á Einni Æfingu sendir þú
550 til 650 sendingar

Bóka Tíma

BATTAR sérhæfa sig í sendingum
og móttöku á bolta.

thjalfun

Þjálfun

BATTAR hafa sérhæft sig í sendingum og móttöku á bolta. BATTAR hafa þróað og unnið með æfingakerfi sitt í meira en 8 ár.
Í þjálfun hjá BÖTTUM hafa komið vel á þriðja þúsund iðkendur, alls staðar að af landinu, á öllum getustigum.

Einkaþjálfun

Í einkaþjálfuninni er megináhersla lögð á sendingar, fyrstu snertingu og móttöku á bolta. Framkvæmd, nákvæmni og hraði sendinga, móttaka og fyrsta snerting á bolta, rétt beiting hægri og vinstri fótar, líkamsstaða við móttöku og sendingu á bolta eru meðal þeirra fjölmörgu atriða sem lögð er áhersla á í þjálfuninni.

Iðkendur í endurhæfingu

Einn af leiðinlegum fylgifiskum knattspyrnunnar eru meiðsli.

BATTAR bjóða upp á þjálfun sem er tilvalin fyrir leikmenn sem eru að stíga upp úr og jafna sig eftir meiðsli en vilja halda sér á tánum. Í henni eru æfingarnar sniðnar að þörfum, ástandi og stöðu leikmanns í bataferlinu. Álagið er síðan aukið hægt og bítandi eftir því hvernig bata leikmanns fleygir fram.

Hópþjálfun

BATTAR bjóða upp á æfingar fyrir hópa, sem telja 6 – 12 iðkendur. Hver æfing stendur yfir í 90 mínútur og er undir handleiðslu þjálfara BATTA.

Æfingarnar eru tilvaldar fyrir alla flokka allra félaga bæði kvenna og karla.

thjalfun
Ánægðir með þetta

Ánægðir viðskiptavinir

Tilvitnanir.

Ánægðir með þetta
um-batta

Um BATTA

Hugmyndasmiðir BATTA eru félagarnir, Þór Hinriksson og Jón Karlsson.



Þjálfarar BATTA leggja mikinn metnað í þjálfunina, að hún sé einstaklingsmiðuð og hæfi getu hvers og eins iðkanda.
Rík áhersla er lögð á jákvætt og uppbyggilegt andrúmsloft á æfingum.

jon

Jón Karlsson

þjálfari

Thor

Þór Hinriksson

þjálfari

um-batta

Einkaþjálfunin fer fram í húsnæði BATTA í Engihjalla 8, Kópavogi.